113. fundur Byggðarráðs Rangárþings eystra  haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 28. júní  2012 kl. 08:10

Mætt:  Elvar Eyvindsson, varamaður Kristínar Þórðardóttur, Lilja Einarsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Guðmundur Ólafsson, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og  Guðlaug Ósk Svansdóttir, formaður byggðarráðs sem setti fund og stjórnaði honum.

Hún leitaði eftir athugasemdum við boðun fundarins en engar komu fram.

        

Dagskrá:

Erindi til byggðarráðs:

 

  1. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, bréf dags. 24.06.12, beiðni um umsögn vegna leyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerðar nr. 585/2007. Southcoast Adventure ehf  kt. 691111-1720 hefur sótt um leyfi fyrir veitingastað í flokki I a Hamragörðum.  Einnig fylgir með svarbréf sveitarstjóra.

    Staðfest.

  2. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, bréf dags. 24.06.12, beiðni um umsögn vegna leyfis skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald sem og reglugerðar nr. 585/2007. Sukhothai ehf kt. 430610-0310 hefur sótt um leyfi fyrir veitingastað í flokki II að Hvolsvegi 29 (Gallerý Pizza). Einnig fylgir með svarbréf sveitarstjóra.

    Staðfest.

  3. Tónsmiðja Suðurlands, drög að samningi.

    Samþykkt að fresta afgreiðslu erindisins.

  4.  Bréf eigenda Strandar I, Rangárþingi eystra þar sem þeir óska eftir staðfestingu sveitarstjórnar Rangáþings eystra á meðfylgjandi landsskiptum.  Um er að ræða stofnun lands úr Strönd I, landnr. 163972.  Óskað er eftir að ný lóð fái heitið Strönd 1, land A, landnr. 220959 stærð 60,0 ha.  Lögbýlisréttur fylgi áfram Strönd 1, landnr. 163972.

    Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landsskiptin.

  5. Samþykkt um hundahald í Rangárþingi eystra, síðari umræða.

    Samþykktirnar samþykktar með smávægilegum breytingum. 

    Nýjar samþykktir taka gildi 1. janúar 2013.

  6. Samþykkt um kjör kjörinna fulltrúa Rangárþings eystra, síðari umræða.

    Samþykktirnar samþykktar samhljóða.

 

Fundargerðir samstarfs sveitarfélaga:

 

  1. Fundur stýrihóps um skipulag miðhálendis dags. 07.06.12

          

Mál til kynningar:

  1. Afrit af bréfi Búnaðarsambands Suðurlands, tilkynning um tilnefningu oddamanns vegna girðingar milli Vatnsdals og Reynifells.

  2. Háskólafélag Suðurlands ehf., 4. aðalfundur haldinn á Hvolsvelli 14. júní 2012.

  3. Umhverfisráðuneytið, bréf dags. 15.06.12, varðandi landsáætlun um meðhöndlun úrgangs.

  4. Alþingi, bréf dags. 18.06.12, áherslur við fjárlagagerð og viðbrögð við þeim.

  5. Landgræðsla ríkisins, bréf dags. 20.06.12, umsögn um Emstrur – Afrétt Hvolhreppinga.

    Samþykkt að kynna umsögnina fyrir upprekstrarrétthöfum.

  6. Samband íslenskra sveitarfélaga, bréf dags . 20.06.12, úthlutun úr námsgagnasjóði.

  7. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, bréf dags. 06.06.12, athugasemdir við starfsemi í Leikskólanum Örk á Hvolsvelli.

    Samþykkt að bjóða fulltrúum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins í heimsókn á Leikskólann Örk.

  8. Iðnaðarráðuneyti, bréf dags. 06.06.12, varðandi gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur.

  9. Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun, bréf dags. 31.05.12, efnistaka, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:10


Guðlaug Ósk Svansdóttir   

Elvar Eyvindsson

Lilja Einarsdóttir    

Ísólfur Gylfi Pálmason           

Guðmundur Ólafsson