11. fundur menningarnefndar  Rangárþings eystra var haldinn í Litla sal Hvolnum, Hvolsvelli, Fimmtudaginn 29.Janúar 2015 kl 20:00.


Mættir voru:
Helga Guðrún 
Bjarki Oddsson
Arna Þöll
Finnur Bjarki 
Magda kom sem gestur til kynnigar á dagskrárliðnum dagur barnsins
Helga Guðrún Formaður setti fundinn kl. 20:03, og Bjarki Oddsson ritaði fundargerð.

Dagskrá:


Formaður óskar eftir því að dagskrá liður númer 2 verði tekin fyrir á undan lið eitt vegan gests. Breyting á dagskrá samþykkt samhljóða.
1. Dagur  barnsins.
Tillaga sem barst frá D-lista til menninganefndar um að halda dag barnsins hátíðlegan ár hvert þann 1.júní í sveitarfélaginu.
Magdalena Przewlocka kom á fundinn og kynnti fyrir nefndinni hvernig dagur barnsins er haldin í póllandi. Engin kensla, bíó, markaðir, sund.
- hugmyndir kviknuðu um að hægt væri að bjóða uppá frítt sund fyrir fjölskyldur
- Skipulagðar lautarferðir upp í fjall,
- Bíó í boði í hvolnum
- samstarf með leikskóla hugsanlega að sameina daginn með vorhátíð
- Passa að auglýsa viðburðina og fara sér ekki of hratt í fyrsta skipti.
- Teyma undir börnum
- Klifurveggur

Nefndin fagnar tillögunni og er mjög jákvæð gagnvart hugmyndinni, þó ber að geta þess að 17. Júní hátíðarhöldin eru í júní, tour de Hvolsvöllur, hvolsvöllur.is eru í júní nú þegar.
Magdalena yfirgaf fundinn og var henni þakkað fyrir sitt framlag.

2. Erindisbréf
Rætt var um erindisbréf menningarnefndar og vöknuðu margar spurningar hjá fundarmönnum um erindisbréfið þar sem fundarmönnum þótti nefndi ekki hafa sinnt því sem kveður á um í bréfinu,
- Rætt um að nefndin komi að öllum menningaviðburðum. Ss. Góuball, hvolsvöllur.is, tour de Hvolsvöllur, Kjötsúpuhátíð, 
- Rætt um að auglýsa nefndina betur, auglýsa opinberlega fundi nefndarinnar, auglýsa netfang nefndarinnar menning@hvolsvollur.is og óska eftir hugmyndum.
- Að á menningaviðburði mæti nefndarmenn eða allavega fulltrúi nefndar, þar sem fulltrúi hugsanlega þakki hátíðarhaldara fyrir hönd nefndar,
Menninganefnd Rangárþings eystra árið 2015 harmar það hversu máttlaus menningarnefnd undan farin ár hefur verið og förum við því þess á leit við sveitarstjórn að menningarnefnd starfi með meiri krafti að menningarmálum og því sem fram kemur í erindisbréfi með stuðningi sveitarstjórnar.

Nefndin óskar þess að nefndarmenn fái greitt fyrir þá vinnu sem unnin er á vegum nefndarinnar, utan fundar.


3. Hlutverk félagsheimila

- Að bjóða gömlu ungmennafélögunum að taka við rekstri félagsheimila þó svo að sveitarfélagið haldi eignaréttinum.

- Að markaðsetja félagsheimilin t.d. Njálsbúð undir sveitabrúðkaup þar sem kirkjan er við hliðina á.
(Leggja þarf fjármuni til þess að gera húsið meira aðlagandi)




4. 100 ára kosningaréttur kvenna

Þann 19.júní 1915 fengi íslenskar konur í fyrsta sinn að kosningarrétt. Þar sem að í ár verða hundrað ár frá því að Kristján X danakonungur staðfesti þessi réttindi kvenna telur menningarnefnd mikilvægt að fagna þessum áfanga á einn eða annan hátt.
 
Óskar nefndin eftir svari frá sveitarstjórn hvort að til standi að fagna þessum áfanga á einhvern hátt í sveitarfélaginu. 

Nefndin er tilbúin að vinna í samráði við sveitarstjórn að undirbúningi og skipulagningu hátíðarhalda í tilefni afmælisins.
Á fundinum kom meðal annars fram tillaga um lagakepni- sjá nánar fylgiskjal 1

Nefndin óskar eftir því að fá upplýsingar um þá upphæða sem sveitarstjórn hyggst leggja til verkefnisins.

5. Önnur mál

1. Nefndinni  barst tölvupóstur í dag(29.janúar 2015) og lagði formaður fram beiðni um að málið yrði tekið fyrir  þrátt fyrir að hafa ekki verið auglýst í fundarboð, það var samþykkt samhljóða, 

Bréf frá Ingibjörgu Erlingsdóttir kórstjóra barnakórs Hvolsskóla, í bréfinu óskar hún eftir styrk að upphæð 150.000 kr. fyrir kórverkefni en kórnum var boðið að taka þátt í Friðarhátíð Reykjavíkurborgar.  Nefndinni leyst vel á verkefnið og óskar samhljóða eftir því að styrkbeiðnin verði samþykkt. SJá fylgiskjal 2.


2. Nefndin vill benda sveitastjórn á söfnun eiganda Eldstó café fyrir heimildarmynd sem þau eru búinn að taka upp og vilja gefa út. Fjármagn vantar til eftirvinnslu myndarinnar og útgáfu.

3. Menningarnefnd óskar eftir yfirliti yfir öll menningaverðmæti í eigu sveitarfélagsins, staðsetningu og verðgildi. 


Nefndin gerir athugasemd  við það að eftir 3. Fund nefndarinnar á kjörtímabilinu hafi ekki enn mætt fulltrúi frá D-Lista.


Fundi slitið klukkan 22:00