Sunnudaginn 7. október næstkomandi verður haldið upp á 100 ára vígsluafmæli Akureyjarkirkju með hátíðarguðþjónustu kl. 14.

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og sóknarpresturinn, Önundur S. Björnsson, þjónar fyrir altari. Kirkjukór Landeyja syngur undir stjórn Haraldar Júlíussonar organista.

Að lokinni guðsþjónustu býður sóknarnefndin til samkomu í félagsheimilinu Njálsbúð þar sem saga kirkjunnar verður rakin. Kvenfélagið Bergþóra sér um veitingar.