10. fundur  í  Heilsu-, íþrótta-  og æskulýðsnefnd Rangárþings eystra haldinn í Pálsstofu, Félagsheimilinu Hvoli, Austurvegi 8, Hvolsvelli, þriðjudaginn 30. apríl 2013 kl. 16.30
Mættir; Lárus Viðar Stefánsson, Helgi Jens Hlíðdal, Guðrún Birgisdóttir, Tinna Erlingsdóttir boðaði forföll, Benedikt íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sem ritaði fundargerð. Lilja Einarsdóttir formaður setti fund og stjórnaði honum. 

Dagskrá:

1. Val á íþróttamanni ársins 2012 í Rangárþingi eystra –

Lárus Viðar vekur athygli á vanhæfi sínu vegna málsins og vék af fundinum undir þessum lið.
Rætt um tilnefningar frá íþróttafélögunum, nefndin ákvað að velja  Bergrúnu Lindu Björgvinsdóttur. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi hefur samband við Bergrúnu og tilkynnir henni útnefninguna. Verðlaun verða afhent 17.júní.
Lárus Viðar mætir aftur á fundinn.

2. Vinnuskóli kynning-  Benedikt Benediktsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. 

Farið yfir  ráðningar verk- og flokksstjóra. Í boði verður vinna fyrir árg.1997-1999 frá 8-16 og árg.2000 hálfan daginn 9-12 eða 13-16. Rangárþing eystra er eitt af fáum sveitafélögum í landinu sem bíður 2000 árg. vinnu í sumar.  Vinnan hefst 3.júní.
Nefndarmenn eru ánægðir hversu vel og tímanlega hefur verið staðið að undirbúningi vinnuskólans í ár.

3. Leikjanámskeið í sumar kynning – Benedikt Benediktsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. 

Námskeiðið verður með svipuðu sniði og í fyrra. Umsjón er í höndum frjálsíþróttadeildar Dímonar. Það hefst strax að loknum skóla þ.e. 27.maí. Búið að finna umsjónaraðila með námskeiðinu. Hvert námskeið veðrur 2 vikur og samtals verður reiknað með að það verði 3 námskeið. Fyrirspurnir hafa komið um það hvort hægt  væri að vera með námskeið síðustu vikurnar í ágúst áður en skóli hefst. Nefndin lýsir ánægju með leikjanámskeið eins og það var í fyrra og stingur upp á því að lögð verði fyrir könnun meðal foreldra um eitt námskeið í ágúst um leið og námskeiðið verður auglýst. 

4. 5. fundur ungmennaráðs ,5. apríl 2013
Nefndin bendir á að í skoðun er húsnæði fyrir félagsmiðstöðina sem bætt gæti aðstöðu hennar til muna.
Fundargerðin staðfest.

5. Önnur mál. 
Nefndin lýsir ánægju með það einstaklingsframtak  sem Magnús       Einarsson gerði með korti af hlaupaleiðum um Hvolsvöll. Helgi Jens talar við Magnús um nánari útfærslu á leiðunum og bæta inn leiðum og skoða merkingar á leiðunum. 

Nefndin þakkar Benedikt Benediktssyni fyrir vel unnin störf sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Rangárþings eystra og gott samstarf við nefndina. Jafnframt óskar hún honum velfarnaðar á sínum starfsvettvangi. 

Fundi slitið kl. 17:30

Lilja Einarsdóttir
Guðrún Ósk Birgisdóttir
Lárus Viðar Stefánsson
Helgi Jens Hlíðdal