Fundargerð

10. fundur í stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu b.s. haldinn að Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli miðvikudaginn 30. ágúst 2006 kl. 11:00.

Mættir: Ólafur E. Júlíusson, Egill Sigurðsson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Böðvar Bjarnason, slökkviliðsstjóri.

Efni fundarins var eftirfarandi.

1. Stjórn skipti með sér verkum.

Egill Sigurðsson formaður, Ólafur E. Júlíusson, varaformaður og Unnur Brá Konráðsdóttir, ritari.

2. Erindi Guðna G. Kristinssonar v/þátttöku í kostnaði við námskeið í október vegna Brunavarna Rang. bs. Samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr. 170.000,-

3. Bréf frá Rangárþingi ytra v/þátttöku í kostnaði við endurbætur og málun utanhúss að Laufskálum 2, Hellu. Samþykkt að greiða 40% af kostnaði við hafnar endurbætur. Taka þarf mið að þessum kostnaði við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

4. Erindi Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu varðandi að bjóða Brunavörnum Rangárvallasýslu aðstöðu að Dynskólum 34. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir og Svanur Sævar Lárusson, stjórnarmenn FBSH voru gestir fundarins undir þessum lið og kynntu hugmyndir FBSH.

5. Önnur mál. Rætt um framtíð slökkvistöðvarinnar að Laufskálum 2.

Samþykkt að slökkviliðsstjóri haldi fund með sínum starfsmönnum sem fyrst. Í kjölfar þess fundar óski stjórn Brunavarna Rang. bs. eftir fundi með hreppsráði Rangárþings ytra.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:15.

Unnur Brá Konráðsdóttir

Egill Sigurðsson

Ólafur E. Júlíusson

Böðvar Bjarnason