sub-banner-image

Skólamál

Rangárþing eystra býður upp á menntun á leik- og grunnskólastigi. Leikskólinn heitir Örk og er hann staðsettur á Hvolsvelli. Hvolsskóli er grunnskóli Rangárþings eystra. Þar er kennsla á öllum stigum grunnskólans frá 1. til 10. bekkjar.

Samfella í tómstunda- og skólastarfi er verkefni sveitarfélagsins til að koma til móts við nemendur á grunnskólastigi sem búa í dreifbýlinu og vilja stunda íþróttir eða annað félagsstarf eftir skóla. 


Við erum í góðri samvinnu við framhaldsskóla á Suðurlandi og bjóðum jafnframt uppá góða fjarnámsaðstöðu fyrir nemendur í framhaldsnámi.