sub-banner-image

Kirkjuhvoll

Hjúkrunar - og dvalarheimili

Kirkjuhvoli, 860 Hvolsvöllur
Sími: 487-8108 | Fax: 487-8105

Ný heimasíða Kirkjuhvols er:   http://kirkjuhvoll.hvolsvollur.is/

 

kirkjuhvoll

 

 

 

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Kirkjuhvoll var stofnað af gömlu hreppunum í Rangárþingi eystra. Rekstur heimilisins hófst 1. mars 1985, síðar var byggt við húsið og sá áfangi tekinn í notkun árið 1989. Árið 2018 var tekin í notkun ný viðbygging með 12 herbergjum, stórum matsal, betri aðstöðu fyrir starfsmenn og fl. Allir íbúar eru í einbýli, ýmist á herbergjum eða í litlum íbúðum, öll herbergi/íbúðir eru með neyðarhnappi og tengingu fyrir síma og sjónvarp. Á Kirkjuhvoli er einstaklingsmiðuð þjónusta og leggur starfsfólk metnað sinn í að borin sé virðing fyrir einstaklingnum og fjölskyldu hans og að heimilismenn megi njóta sjálfstæðis, virkni, lífsgleði og reisnar allt til æviloka.

Heimilismenn á Kirkjuhvoli eru 30. Hjúkrunarrými eru 28 og dvalarrými 2

Fjörtíu hörkuduglegir og skemmtilegir starfsmenn sjá til þess að hlutirnir gangi sinn vanagang á Kirkjuhvoli. Af þessum 40 starfsmönnum eru fimm hjúkrunarfræðingar, sex sjúkraliðar og einn félagsliði.

 

Útivistarsvæði
Í ágúst 2005 var nýtt og betra útivistarsvæði Kirkjuhvols vígt. Heimilisfólki gefst nú kostur á útiveru í fallegu umhverfi sem er baðað ljósum er skyggja tekur. Ágætis göngutúr er hringinn í kringum bygginguna með hitalögðum gangstíg, ásamt yndislegu afdrepi í upphituðu garðhýsi sem ber nafnið Uppsalir. 

 

Sveitarfélagið sér að mestu leyti um rekstur Kirkjuhvols

Þjónusta við íbúa
Þjónusta á Kirkjuhvoli er margvísleg eins og t.d. sjúkraþjálfun, leikfimi og vikuleg bankaþjónusta. Læknir kemur einu sinni í viku að jafnaði en oftar ef þurfa þykir. Helgistundir eru að jafnaði þriðja hvern sunnudag. Þjónustu hárgreiðslufólks, nuddara, snyrtifræðings og fótaaðgerðarfræðings stendur heimilisfólki til boða gegn vægu gjaldi. Handavinna er tvisvar í viku og er heimilisfólk með handverkssýningu og basar í byrjun aðventu ár hvert. Ýmsar skemmtanir auk veglegs þorrablóts eru fastir liðir á heimilinu svo og aðstandendadagur sem er samvinna heimilisfólks, aðstandenda og starfsfólks.