Hagnýtar upplýsingarErtu íbúi í Ragnárþingi eystra eða ertu að flytja í sveitarfélagið? 
           

Rangárþing eystra býður nýja íbúa velkomna í sveitarfélagið.
Hér er að finna gagnlegar upplýsingar þegar flutt er í Rangárþing eystra.           

Flutningstilkynning:

Búferlaflutninga ber að tilkynna til hreppsskrifstofu Rangárþings eystra að Hlíðarvegi 16 á Hvolsvelli. Umsóknareyðublöð liggja í afgreiðslu. Einnig er hægt að nálgast eyðublöð með rafrænum hætti á heimasíðu Þjóðskrár og skila útfylltum á hreppsskrifstofuna. 
                       
Flutningur síma eða nettengingar:

   Síminn

   Vodafone

   TAL

   Nova      


Hitaveita:
Orkuveita Reykjavíkur sér um hitaveituna á Hvolsvelli.
Veffang: www.or.is
                       
Rafveita:
Rarik sér um raforkusölu í Rangárþingi eystra. 
Veffang: www.rarik.is     

Lóðir til nýbygginga
Byggingafulltrúi Rangárþings bs. veitir allar upplýsingar um lóðir og framkvæmdir.       

   Bygginga- og skipulagsfulltrúi Rangárþings bs. 
   
Ormsvelli 1, 860 Hvolsvöllur
   Sími: 487-1200, Fax: 487-1414
   Netfang: bygg@hvolsvollur.is
          
Kaup á nýju húsnæði:
Fjöldi fasteignasala er starfandi á Suðurlandi sem sinna öllu svæðinu en í Rangárþingi eru eftirtaldar fasteignasölur með starfsemi.
            
   Fasteignasalan Fannberg ehf.
   Þrúðvangi 18, 850 Hella
   Sími: 487-5028
          
         
Leiguhúsnæði:

Eyðublöð fyirr húsaleigusamning er hægt að nálgast í afgreiðslu hreppskrifstofu Rangárþings eystra. Upplýsingar um rétt til húsnæðisbóta og afgreiðslu þeirra fást á vefnum Húsbót. Umsóknareyðublöð má einnig nálgast hér á heimasíðu sveitarfélagsins. Nánari upplýsingar má nálgast á vef Velferðarráðuneytisins

Innritun í leikskóla:
Í Rangárþingi eystra er einn leikskóli, Leikskólinn Örk. Leikskólastjóri Arkar tekur við umsóknum í síma 488-4270 eða á heimasíðu leikskólans www.leikskolinn.is/ork.
                       
Innritun í grunnskóla:
Einn grunnskóli er í Rangárþingi eystra, Hvolsskóli. Innritun nýrra nemenda fer fram á skrifstofu skólans í síma 488-4240.