Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.
Hlíðarvegi 16
860 Hvolsvöllur
Sími: 487 8425

 
Slökkvistöðvar Brunavarna Rangárvallasýslu bs. eru á Hvolsvelli og Hellu.

Stjórnendur:
Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri,
Gunnar Eyjólfsson, varðstjóri á Hvolsvelli,
Guðni G. Kristinsson, varðstjóri á Hellu.
 
Um Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.
Rangárþing eystra er eignaraðili að Brunavörnum Rangárvallasýslu bs. sem er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu. 
Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. er sameinað byggðasamlag úr slökkviliðum sem áður voru rekin innan sýslunnar. Slökkvilið voru starfrækt á Hvolsvelli og Hellu og einnig var til slökkvibúnaður að Skógum, í Gunnarsholti og að Laugalandi. Slökkviliðið á Hvolsvelli var í eigu gömlu hreppanna sem nú er Rangárþing eystra. Hvorugt liðið hafði nægilega burði til þess að búa sig vel út til björgunar- og slökkvistarfa svo sem hugur sveitarstjórnanna stóð til. Þessi skipting innan sýslunnar var að upplagi í samræmi við skiptingu áhrifasvæða tryggingafélaganna sem önnuðust brunatryggingar.

Eftir að Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. tóku til starfa, hafa verið gerðar talsverðar úrbætur á búnaði slökkviliðsins. Öflugar slökkvibifreiðar hafa verið keyptar fyrir slökkvistöðvarnar á Hellu og Hvolsvelli auk þess sem ýmisum smærri búnaði hefur verið bætt við. Rauði krossinn gaf klippubúnað sem hafður er í nýju slökkvibifreiðinni á Hvolsvelli.

Slökkviliðsstjóri og varðstjórar slökkviliðanna á Hellu og Hvolsvelli eru í hlutastörfum hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu bs. Að öðru leyti eru slökkviliðsmenn aðeins í starfi í útköllum og við æfingar. Slökkvistöðvarnar eru ekki mannaðar en símavakt er hjá slökkviliðunum á víxl. Þetta er sami háttur og tíðkaður er víðast hvar á landsbyggðinni.

Með því að viðhalda góðri æfingu slökkviliðsmanna og hæfilegri endurnýjun búnaðar er stefnt að því að öryggi íbúa og gesta svæðisins verði eins gott og mögulegt er.