Ferðamál

Ferðaþjónusta í Rangárþingi eystra hefur verið í miklum uppgangi síðustu ár.
Á fjórða tug fyrirtækja koma beint að ferðaþjónustu en svo eru fjölmörg fyrirtæki sem tengjast þessari þjónustu óbeint.

Markaðs- og kynningafulltrúi sveitafélagsins hefur umsjón með ferðamálum á svæðinu.
Í sveitafélaginu eru margir og fjölbreyttir gistimöguleikar. Um er að ræða 22 ferðaþjónustufyrirtæki; tjaldsvæði, gistiheimili, gistiskála, hótel, sumarhús og félagsheimili. Einnig eru möguleikar á gistingu í fjallaskálum. 
Hér ættu allir að geta fundið gistingu við hæfi.
Fjölbreytt afþreying er í boði fyrir alla fjölskylduna á svæðinu. Hestaleigur, jökla- og ævintýraferðir, golf, gönguferðir, Njáluferðir á eigin vegum eða með leiðsögn, útsýnisflug, sundlaugar, söfn eða sýningar.
Margir áhugaverðir staðir eru í Rangárþingi eystra. Hvort sem þú ert áhugamanneskja um náttúru, menningu eða sögu svæðisins getur þú fundið ýmislegt sem vekur áhuga þinn.
Margar skemmtilegar gönguleiðir eru á svæðinu. Hér er um að ræða bæði léttar gönguleiðir fyrir fjölskylduna og erfiðari gönguleiðir sem krefjast betri útbúnaðar.